Bíttu í öxlina, stúlka..
19.3.2008 | 17:09
Já, eins og litla systir mín hún Auður Ísold myndi orða það þá ákvað ég að bíta í öxlina, ekki á jaxlinn, og blogga hér enn og aftur. Það gengur ekki að háaldraður faðir minn sé sá tæknilegasti í þessari fjölskyldu.
Það er miiiikið búið að gerast í mínu lífi upp á síðkastið. Ég er á fullu að leika í leikritinu, og það er eitt það skemmtilegasta sem ég hef nokkurntímann gert!
Fyrir þá sem ekki vita það þá er ég að leika í leikrit sem heitir Valhal 22, st.tv í leikfélagi sem heitir Filuren og er í Musikhúsinu í Árósum. Þetta er barnaleikrit um kynþáttahatur, einelti og ást. Ég leik Aþenu, úr grískri goðafræði, sem verður ástfangin af Þór, úr ásatrú, og þau þurfa að berjast fyrir ást sinni vegna mismunandi bakgrunns og trúar, og vegna mikilmennskubrjálæðis og egóisma Þórs, sem Aþena þarf að venja hann af. Mjög falleg og skemmtileg saga, og við fengum 4 af 5 stjörnum hjá dagblaðinu Århus Stifstidende.
Þetta er búinn að vera langur prósess að gera þetta leikrit að veruleika. Síðasta sumar fór ég í inntökupróf og var valin meðal 20 annara barna og unglinga. Við æfðum öll basic undirstöðuatriðin í leiklist, án þess að vita neitt um hvernig leikritið sjálft yrði, því það var ekki búið að skrifa það ennþá. Síðan í nóvember komust 14 áfram úr þessum 21-manna hóp, og ég var þar á meðal. 2 janúar fórum við í prufu og fengum þar handrit og hlutverkunum var deilt út. Ég fékk Aþenu hlutverkið, sem var æðislegt þar sem það er eitt stærsta "barna-hlutverkið" sem gerir ad ég syng lag sóló. (og fæ að verða prinsessa í endinn!) Það eru, auk okkar krakkanna, 3 fullorðnir með, 2 konur og 1 maður, sem leikur Þór. Áður en ég fékk hlutverkið var ég spurð hvort ég hefði eitthvað á móti því að kyssa mann, ég svaraði neitandi og þá var hlutverkið mitt :-)
Ég og Rasmus Thorup Jensen, mótleikari minn.
Síðan eftir hlutverka-útdeilinguna byrjuðu beinharðar æfingar alla daga vikunnar nema á sunnudögum. Alltaf beint niður í leikhús eftir skóla og æfingar til kl ca 19. Þetta var bara svo gaman að ég tók ekki eftir hvað þetta var erfitt. Síðan eftir æfingar fór ég beint heim að læra, borða, slappa af og fór svo snemma að sofa. Ég hitti vini mína fyrir utan leikhúsið mjög sjaldan nema bara í skólanum og þeir vinir mínir sem voru ekki með mér í skóla hitti ég aldrei.
Síðan 1. febrúar gerðist svolítið sem gaf mér ekki beint meiri tíma til að slappa af. Við fluttum til Bönnerup. Ég hafði hlakkað mikið til að flytja- en það var ólýsanlega leiðinlegt að eiga 3 klukkutíma ferðalag eftir til að komast heim eftir æfingar á daginn. Febrúar mánuði eyddi ég mest heima hjá bestu vinkonu minni Emmu og hennar yndislegu fjölskyldu, sem bauð mér að flytja hálfpartinn inn til þeirra. Það bjargaði mér gjörsamlega og ég naut þess bara að leika og vera miklu meira með vinkonu minni, og fór síðan heim um helgar og hvenær sem ég gat.
Lokaatriðið - prinsessuatriðið!
Síðan 21. febrúar var frumsýning og sýning nokkrum sinnum í viku, og það er æðislegt. Núna er ég í mánaðarfríi og byrja að sýna aftur í byrjun apríl. Ég fann rosalega þegar við fórum í frí að ég þarfnaðist þess! Var orðin rosalega þreytt á líkama og sál eftir þetta allt. En nú er ég farin að hlakka til að byrja aftur.
Í skólanum gengur líka rosalega vel, þrátt fyrir að ég þurfi stundum að fá frí til að sýna morgunsýningar. Ég var að fá 12, sem er hæsta einkunnin, í stóru verkefni sem er hluti af prófunum hérna. Það heiti projektopgave. Maður velur sér eitthvað að safna upplýsingum um. Ég valdi "Músík-kúltur unga fólksins" með vinkonu minni. Við ákváðum að fara í gegnum músík og tísku á síðustu 5 áratugum, og tala síðan um hvaða samhengi er á milli tískunnar og tónlistar. Fórum og tókum viðtal við vísindamann í tónlis. Mjög skemmtileg leið að skjóta prófunum í gang.
Síðan erum við að fara í prufu-próf í næstu viku og ég vona bara það besta, þar sem þetta eru líka próf í landa- og líffræði sem eru ekki beint mín sterkustu fög. En annars hlakka ég til.
Síðan er ég líka í bæjarstjórn Árósa fyrir börn og unglinga, og er búin að vera á nokkrum fundum upp á síðkastið. Við erum að vinna í að gera tillögur til hinnar "fullorðnu bæjarstjórnar" og þetta er allt rosalega spennandi.
Ég var að fá vinnu hérna í Bönnerup, og það er æðislegt. En núna er ég orðin ótrúlega eyrðarlaus og vil fara að ljúka þessu. Næst lofa ég að blogga um allt annað en sjálfa mig! En þetta eru fréttir til þeirra sem eru alltaf að suða um fréttir.
Þangað til næst - hafið það sem allra best!
Laufey Sunna.
Athugasemdir
Flott, flott.
Gulli litli, 19.3.2008 kl. 17:21
vá hvað þú ert dugleg sunna mín :) & gaman að fá fréttir af þér!
við sjáumst nú vonandi einhverntímann aftur :) hehe
elísabet :) (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 18:46
hææ ástin mín :**
það er mikið að þú bloggar...hvað á þetta eiginlega að þíða ??
en ég er ekkert smá stolt af þer elskan min ;** þú ert sko klárlega að meika það i danaveldi ;)
bara gaman að lesa fréttina á www.skagaströnd.is um daginn.. *MONT**MONT*
en við þurfum að fara að hringjast á.. alltof langt síðan síðast :(
looove you sweety ;***
Ástrós Villa (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 00:47
þú ert svo harð kjarna ástin!
veistu, þú ert dulegasta manneskja sem eg þekki!
ég meina það! ég væri löngu hætt í þessu öllu samann.
vildi óska að ég hefði eitthvað af dugnaðargenunum þínum!
langar rosa rosa að hitta þig love :**
gangi þér vel ;*
inga frænka (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 10:03
Kvitt, kvitt... Gaman að lesa hvað allt er að ganga vel hjá þér sæta:) Þú ert klárlega mjög metnaðarfull og dugleg skvísa sem er að blómstra í danaveldi:) Biðjum að heilsa fjölskyldunni þinni. Aðalheiður, Róbert, Ívan Árni og Dagur Freyr á Skagaströnd:)
Aðalheiður Sif (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 17:07
Aðalheiður og Róbert og famelí, ég sé að dóttir mín ætlar ekki að bjóða ykkur að heimsækja okkur. En þið eruð að sjálfsögðu velkomin hvenær sem er og það er alltaf nóg pláss...
Gulli litli, 10.4.2008 kl. 15:27
thad er greinilega ''Sunna time'' gaman ad lesa bloggid thitt og sjá ad allt gengur svona vel hjá thér endilega haltu thessu áfram stelpa! knús ad nordan :)
Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 23.4.2008 kl. 18:55
Takk fyrir, sæta fólk!
Sunna Guðlaugsdóttir, 29.4.2008 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.