Hvað í ansk** ertu að hlusta á?!
3.9.2008 | 20:20
Ég fór með strætó um daginn, eins og ég geri á hverjum morgni. Ferðin tekur 35-45 mínútur allt eftir bílstjóra. Ég er farin að þekkja bílstjórana nokkuð vel, og get ákveðið út frá þeim hversu langan tíma ferðin tekur, og hvað ég þarf að halda mér fast í beygjunum. Jæja, ég sit vanalega við hliðina á vinkonu minni úr Bönnerup (með dönsku ö-i) Strand. En það skiptir mig eiginlega engu. Ég gæti setið við hliðina á Jesú og ég myndi ekki taka eftir því, ég er svo þreytt. Ég sting alltaf heyrnatólunum í eyrun og fer að sofa. Ég sef alltaf. Og vinkona mín eða djöfullinn eða hver sá sem setur við hliðina á mér sefur líka.
Allt í góðu. Þessi dagur var svosem ekkert sérstakur - ég dröslaði mér út í strætóskýli, skreið inn í strætó þar sem sniglabílstjórinn (keyrir sjúklega hægt, og það er svo mikið drasl í kringum hana, að það mætti halda að hún byggi í strætó = ferðist með húsið sitt um. Ok, þetta er ekki fyndið, en okkur fannst það einhvern mánudagsmorguninn þegar við vorum að tala saman í svefni.) En já, ég dröslaði mér í sætið, iPodinn upp úr vasanum og góða nótt. Síðan þegar ég var svifin inn í draumaland þá var allt í einu bankað á öxlina á mér, og ég sneri mér að vinkonu minni (Þetta reyndist vera hún, ekki Megas eða John Lennon)
"Sunna, hvað í andsk** ertu að hlusta á?!" Og með þessari setningu fylgdi hneykslaðasta andlitsgretta sem ég hef á ævi minni séð. Ég, enn hálf sofandi í þessari ringulreið, lít á æpodinn minn og skellihlæ. Uppgvötaði allt í einu hvaða disk ég hafði sett í spilun. Ég sá að eitt af mínum uppáhaldslögum var að spila, en skildi líka þessa hneykslun hjá vinkonu minni. Það var lagið "Bara að hann hangi þurr" með Hljómsveit Ingimars Eydals. Ég er þekkt fyrir að hlusta freeeekar hátt á tónlist, og hún "vaknaði bara við eitthvað gelt". Það var semsagt lagið "ég tek hundinn" sem hafði komið á undan. Síðan heyrði hún fleiri slagara frá fyrrnefndri hljómsveit og fannst ég alveg þvílíkt hallærisleg. Notaði alla strætóferðina í að reyna að kenna mér að hlusta á technoið á ipodinum hennar. Tókst ekki. Ég er ennþá að reyna að laga rútínuna mína, sem auðvitað fór í kleinu þegar ég missti af minni hálftíma morgun-kríu. Ég ætla að ná mér í hana núna, og setja Helenu og Þorvald á fóninn.
"Ó komdu nú til mín, minn kæri.. Af kossunum þínum ég næri, já sál mína af kæti, hún syngur og sælu mér veitir og þó.. Þú kyssir mig kannski ekki nóg. Hjartað slær búmmbangabang búmmbangabang, vinur minn kær. Búmmbangabang..."
Hafið það sem best elskurnar. Og reynið nú að hanga þurr.. Sunna ykkas.
Ps. Sætasta systir í heiminum leyfði mér að rífa úr sér framtönn í dag. (Ég fæ í alvöru talað eitthvað mikið út úr því. )
Athugasemdir
Fallegir tannálfar...
Gulli litli, 3.9.2008 kl. 20:46
Þú ert samþykkt ungfrú Sunna! Skorar strax ágætan plús með nokk svo þroskuðum tónlistarsmekk þykir mmér, kannaðist nú vel við Ingimar og tvö af hans börnum voru nú með mér í skóla á seinni árum.Ingimar myndi áreiðanlega brosa hlýlega til þín og kinka kolli ánægður ef hann læsi þetta, að ung kona í útlöndum árið 2008 léti ekki nútímateknó taka yfir hans músík!
Magnús Geir Guðmundsson, 3.9.2008 kl. 21:54
Verð bara að minna þig á minn ágæti Magnús, hver ól hana upp bæði veraldlega og tónlistalega...hmmm.
Gulli litli, 4.9.2008 kl. 00:03
Hehe, greini ég samt smá efasemdarkeim í yfiráminningunni um uppeldið!?
En aftur á móti má setja spurningarmerki við það athæfi unga sprundsins, að húka sofandi í strætó, en kannski alin upp við það líka!?
Magnús Geir Guðmundsson, 4.9.2008 kl. 01:13
þetta með að sofa alls staðar er unglingum áskapað og það sem meira er að þegar þeir vaka eru þeir líka sofandi. Og hvar er betra að sofa en í strætó ég bara spyr?
Gulli litli, 4.9.2008 kl. 01:35
Já, hljómsveit Ingimars Eydal klikkar ekki :) Fínt hjá þér að sofa í strætó og vera svo glaðvakandi í skólanum :) sem einkunnirnar þínar sína að það ertu svo sannarlega.
Eigðu góðan dag.
Love mamma
Mamsa (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 07:15
Ég var að pæla. Siturðu alltaf á sama stað í strætó? Ég er að reyna að sjá þetta fyrir mér;)
Það hlýtur að gefa deginum góða byrjun að hlusta á hljómsveit Ingimars Eydal!
Heiðrún Hámundar (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 08:35
Magnús: Ég þakka samþykkið. Bæði sem manneskja og bloggvinur
Pabbi: Þetta er alveg satt sem þú segir - ég get sofið allsstaðar og á hvaða tíma dagsins sem er. Unglingaveiki, jú nó. Og þú náttúrlega tekur allan heiðurinn að mér, alveg týpískt.
Mamma: Takk takk og sömuleiðis Love you too.
Heiðrún: Hehehe. Já reyndar - alltaf sætisröð nr. 2 til vinstri, þar sem dekkin eru, þannig að ég get hvílt lappirnar. Og já, dagurinn byrjar alltaf ótrúlega vel, og er bara góður allt í allt!
Góða helgi sæta fólk
Sunna Guðlaugsdóttir, 4.9.2008 kl. 21:17
Ekkert að þakka, skal reyna að vera ekki mjög leiðinlegur, t.d. bara blaðra um tónlist við þig, en ræða bara heimsósóman og helvítis kreppuna við "þinn gamla"!
Magnús Geir Guðmundsson, 7.9.2008 kl. 18:30
ég varð að kommenta á þetta! brosið þitt er svo ofarleag á topp listanum af þeim sem ég hef séð sko :D sætust ;*
edda borg (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 23:36
Lífsgleðifélagi ever <3 Hlakka til að hitta þig í alvörunni, svo það meiki sens þegar ég segist sakna þín, hehehehehe..
Sunna Guðlaugsdóttir, 26.9.2008 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.