Ráðvilltur unglingur í bæjarstjórn Århus...

Ég verð að viðurkenna að þessi bloggsíða mín er kannski ekki alveg sprellhoppandi lífleg, og hvað þá troðfull af bloggfærslum. Ég biðst afsökunar, ég skammast mín hrikalega.

Lífið í Danmörku er yndislegt. Allt er eins og það á að vera, og það ætti ekki annað að vera mögulegt en að láta sér líða vel. En samt gæti mér liðið betur. Ég er að verða þreytt. Þreytt á að vera í grunnskóla, þreytt á vinnunni minni, þreytt á Danmörku, og aðallega - þreytt á sjálfri mér. Þetta gerist reglulega, og þetta er ekkert alvarlegt. Ég hef alltaf lifað þetta af. Samt er þetta óþægileg tilfinning, og samviskan alveg að éta mig að innan. Allt er fullkomið, og samt leyfi ég mér að vera eirðarlaus. 

Ég hef stóran galla, og það er að ég verð svo fljótt þreytt á hlutum og umhverfi, og þarf endalaust að breyta til og prófa nýja hluti. Þetta getur líka verið kostur stundum, því þá er ég viss um að ég prófi allt nýtt og festist ekki bara einhversstaðar - vakni svo einn daginn og uppgötvi að lífið er að verða búið. En í augnablikinu er þetta bara stór galli, því ég get ekki bara breytt til eins og ég vil. Ég get ekki bara flutt til útlanda og farið beint í menntaskóla eins og mig langar mest til. Ég neyðist til að bíða. Og þolinmæði hefur aldrei verið mín sterkasta hlið.  Ég er unglingur... Þetta er alveg eðlilegt. Er það ekki annars?

En að aðeins gleðilegri tíðindum og röfli. Ég fékk ánægjulegt bréf í fyrradag. Ég var valin í bæjarstjórn Århus, fyrir börn og ungmenni, ásamt 31 öðrum einstaklingum. Ég er mjög stolt, og hlakka mikið til að fara á fyrsta bæjarstjórnarfundinn minn þann 30. október. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsinu, í fundarsal bæjarstjórnarinnar. Þetta er verkefni sem Århus bær er að byrja á. Það er búin til sérstök borgarstjórn einungis með krökkum undir 18 ára. Þessir krakkar eiga að ræða um hvað sé hægt að gera betur fyrir ungmenni í Århus.

Ég fer á 6 fundi í allt. 4 fundir fara sem sagt í að ræða hvað má gera betur í bænum. 1 fundur verður með "alvöru" bæjarstjórninni og síðan verður einn fundur fyrir fjölmiðla. 

Þetta er mjög spennandi allt saman, og mikil tilhlökkun á þessum bæ. I'll keep you tuned.

 

Annars er allt í gúddí þannig lagað. Amma og afi komin í heimsókn - ættingjar eru yndislegir. Ójá.

 mæðgur

 ?attid=0

ps. Ég var að komast að því hvað ég er orðin dönsk!! Ég hélt að orðið uppgötva væri skrifað og sagt uppgvöta. Rökræddi heillengi við mömmu um þetta, og þetta orð meikar ennþá ekki sens í hausnum á mér. En svona er þetta jú... Ses!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Takk fyrir kærlega!

- Ég er innilega sammála, þetta er mjög sniðugt :)

Sunna Guðlaugsdóttir, 20.10.2007 kl. 23:10

2 Smámynd: Þóra Lisebeth Gestsdóttir

Til hamingju med bæjarstjórnina! Flott hjá thér stelpa!!

Thad er allt í lagi ad verda pínu eyrdarlaus af og til.  Skil thig vel í theim málum ...og nei... thetta er ekki bara einnthvad unglingadæmi... ekki nema ég sé svona seinthroska og endalsut eyrdarlaus, hehe. 

 Mundu bara ad næla thér í góda menntun... thad er lykillinn ad heiminum.  Thá geturdu ferdast og unnid um ALLAN heiminn og breytt til nánast eins oft og thú vilt

Mundu thad ad sá getur er trúir! ;)

Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 9.11.2007 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband