Raunasaga.

Eitt sinn var sú tíð að ég var skemmtilegur bloggari, en sú tíð er liðin. Ég var að skoða gamla bloggsíðu, og mikið asskoti er gaman að hafa svona minningar að lesa nokkrum árum seinna. Ég verð bara að sparka í afturendann á sjálfri mér og blogga eins og enginn sé morgundagurinn.

En jæja, áfram með smjörið. Ég get alveg eins verið heiðarleg: Ég heiti Sunna og ég er hrakfallabálkur. Ég hef þann einstaka og eftirsóknarverða hæfileika að geta hrasað um hvað sem er. Já, gott fólk hvað sem er. Skó, snúrur, gólfteppi, bækur, servíettur(!), föt - you name it. Það gerist auðvitað mjög sjaldan inni í mínu herbergi, þar sem það er aldrei neitt á gólfinu þar, en allsstaðar annarsstaðar. Og jafnvel þegar ég hef ekkert að detta um, þá dett ég samt því að fæturnir geta ekki farið jafn hratt og hugurinn. Ég veit að þú trúir þessu ekki; en meira að segja þegar ég stend alveg kyrr, og það ekkert á gólfinu til að hrasa um, þá einhvernvegin flækist ég í sjálfri mér og dett. Spyrjið foreldra mína ef þið trúið mér ekki.

Ég er ekki þannig stelpa sem get farið í stutt pils og sýnt fram fallega og langa fótleggi. Í fyrsta lagi vegna þess að 20 cm af löppunum á mér urðu eftir inní í móðir minni í fæðingu, og í öðru lagi að ég er með dalmatíugenið, eins og áður kom fram. Ég er alltaf með 2, helst 4 marbletti og nokkur sár eftir hinar ýmsar hrakfallir. Ég er svosem búin sætta mig við það að ég verði alltaf eins og líkamlega þroskaheftur dalmatíupóný, en ég fór að hugsa um daginn - af hverju ég?!

Það getur vel verið að ég hafi brotið spegil einhvertímann, en ég meina - maður þarf að asskoti óheppinn til þess að brjóta spegil. Ekki satt? Ég efast um að þetta sé eitthvað í genunum, nema að þetta hafi bara orðið til í mér, sem síðan hefur farið í litlabróður minn. Reyndar er stóribróðir minn með eitthvað af þessu.. Ætli þetta þróist ekki og vaxi fyrir hvert skipti. Síðan eru sumar manneskjur sem hrasa aldrei þegar aðrir sjá, geta safnað nöglum og átt gatalausa sokka í nokkrar vikur. Ætli það sé ekki einhverskonar kúla í kringum þetta fólk, sem varnar þeim frá að skalla veggi og detta um alla þröskulda sem það sér (ekki).

Fólk segir oft að maður þroskist upp úr þessu. Já góðan daginn?! Ég er 16 ára stelpa, og fyrsta daginn minn í menntaskóla skallaði ég 2 metra breiða súlu sem stendur í miðjum matsalnum við mikla kátínu eldri nemanda. Ég er alveg til í að fara að þroskast upp úr þessu. Núna, bara.. Það myndi passa fínt. Áður en ég hryn fram á lyklaborðið og eyði þessu bloggi...  Aftur.

 Góðar stundir, Sunna seinheppna. (Betra seint en aldrei, segi ég bara!)

 

falling_man

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

"Það gerist auðvitað mjög sjaldan inni í mínu herbergi, þar sem það er aldrei neitt á gólfinu þar, en allsstaðar annarsstaðar."

þetta fannst mér afar athyglisvert.....

Gulli litli, 27.9.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég kannast við svona einkenni!

En ég er meira fyrir að reka mig í eitthvað á miklum hraða, það er eins og ég sé miklu léttari, grannari og mikið minni þegar ég geng um í huganum á mér. Því ég klessi alltaf á eitthvað þegar ég labba, og kemur af og til fyrir að ég hrasi um eitthvað!

... kannski að við eigum eitthvað nokkuð mikið sameiginlegt bara...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.9.2008 kl. 19:43

3 identicon

hahah ææ ástin min.. þú ert svo frábær.. því miður gat eg ekki annað en skellt uppúr þegar eg las þetta blogg.. eg man  nú alveg VEL eftir nokkrum atvikum hérna i sveitinni þegar þú varst dettandi um eitthvað eða labbandi á hurðir , fljúga á hausinn i hálkuni.. þú ert æði astin min ;**
vertu dugleg að blogga svo maður geti fylgst með þér:)
lovja,
þín stóra systa.!

Ástrós Villa (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 20:59

4 identicon

haha! við hljótum að vera skildar!  þegar að ég fer til læknis þá er fyrsta spurningin; hvernig dasstu núna?!

Silfá (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 20:10

5 Smámynd: Sævar

Uss hvað ég kannast við gömlu dagana þar sem blogg manns hljómuðu ekki eins og nöldur einhvers sípirraðs ellilífeyrisþega.
 
En hey, skítur skeður.

Sævar, 23.10.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband