Dagur í tískuvöruversluninni Bestseller.
24.9.2007 | 18:41
Ég staulast út í horn þar sem enginn sér. Dreg tærnar hægt uppúr hælaskónum, stelst til að setja þær á kalt gólfið og finn þreytuna líða úr bólgnum tánum. Allt í einu heyrist klikk klakk klikk klakk - skór á leiðinni í átt að mér. Treð sárum fótunum alltof hratt ofan í skóna, finn nokkrar blöðrur springa á meðan ég set upp sölumannsbrosið.
Horfi á konu koma nær og nær með eiginmann sinn í eftirdragi. Hann horfir löngunaraugum út um gluggann, og það sést greinilega honum líður ekki vel. Hún labbar í takt við heilalausa píkupoppið sem við erum búnar að spila í allan dag. Ég byrja að labba nær henni með brosið límt á andlitið.
-"Afsakið, en áttu nokkuð þennan bol í 38?"
Eiginmaður hennar horfir á mig með örvæntingu, og vonar innilega að ég eigi bolinn, svo að verslunarleiðangri dagsins ljúki sem fyrst.
-"Nei, því miður, þetta eru síðustu bolirnir." svara ég þolinmóð í 38.skiptið í dag. Eiginmaðurinn dæsir, viðskiptavinkonan snýr sér við og heldur áfram að leita sér að flottum bol.
Mig langar að fara úr skónum aftur, en tek ekki áhættuna. Finn mér í staðinn eitthvað að gera þar sem ég get staðið kyrr. Ákveð að brjóta saman nokkrar peysur á stóru borði. Þegar ég er búin með einn bunka og fer að næsta, þá kemur kúnni - tekur upp 3 samanbrotnar peysur, veltir þeim fyrir sér og hendir þeim svo aftur á borðið. Ég reyni að láta þetta ekki fara í taugarnar á mér, en fer í staðinn að næsta borði.
Ég byrja að taka upp gallabuxur sem einhver hefur hent á gólfið. Á meðan ég er að taka upp 4 pör kemur unglingsstelpa og hendir 3 pörum á gólfið og stígur svo á þau. Langar mest að henda öllum gallabuxunum á gólfið og fara bara að væla eða öskra eitthvað á stelpuna. Tel í staðinn til 10 og anda djúpt.
Anda djúpt....
Athugasemdir
hæ krúttið mitt..
eg ætlaði bara að segja þér..
ég sakna þin ótrúlega..
og farðu nú að svara mér á Skype-inu
ég er alltaf að hringja þú svarar bara ekkert..
hef ekki heyrt i þér í ár og aldir..
kv frá Reykholti
Ástrós Villa. (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 01:27
Hmm.. athyglisvert þetta með tærnar.....
Gulli litli, 25.9.2007 kl. 02:05
Helvítis hælaskór.. Hanna og Elísa geta gengið í þessu alla vikuna en fæturnir á mér eru ónýtir eftir eitt ball :P
Sunna (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 20:28
Hæ krútt!
Var að vafra um, fór af síðunni hans Kára frænda og á síðu pabba þíns og þaðan til þín. Ótrúlega gaman að lesa bloggið þitt. Gerði mér fyllilega grein fyrir því þegar ég kenndi þér í vettvangsnámi hjá Ingibjörgu um árið að þarna væri stúlka á ferð sem heilmikið væri spunnið í.
Vinkona mín var einmitt að flytja til Arhus og á stelpu á þínu aldri. Hver veit nema ég eigi eftir að rekast á þig þegar ég heimsæki þau í vetur.
Kær kveðja frá Fróni.
Sigurlaug Lára (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.