Danmörk.

Ég hugsa oft um það hvernig líf mitt væri núna ef ég ætti ennþá heima á Íslandi. Hvernig manneskja ég væri þá, og hvar ég væri stödd í lífinu! Ég get ómögulega ímyndað mér það, en samt hef ég á tilfinningunni að ég væri alls ekkert lík sjálfri mér í dag. Danmörk hefur bara gert góða hluti fyrir mig. Fyrir utan það augljósa s.s. tungumál og kúltur er ég búin að læra hvað orðið "umburðarlyndi" þýðir, og þurft að vera umburðarlynd og opin fyrir nýjum hlutum, sem ég var ekki vön frá Skagaströnd á Íslandi! Ég er búin að kynnast fólki með öðruvísi trú, húðlit, skoðanir og tungumál en ég, og það þýðir að ég hef lært ýmislegt sem ég hefði annars ekki kynnst.  Ég er ótrúlega heppin.. Danmörk er yndislegt land!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

klukk danska dama!!!!!

Gulli litli, 19.9.2007 kl. 18:12

2 identicon

Klukk? Ert þú í ruglinu, pabbi? Eða er þetta eitthvað nútíma-orðatiltæki sem ég þekki ekki, þar sem þú virðist vera meira inní tískunni en ég? ... Kominn með blogg og alles!

Sunna (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband