Er allt að verða vitlaust?
17.9.2007 | 20:19
Jæja gott fólk! Ég ætla að reyna að endurvekja þessa síðu. Hún hefur ekki verið neitt sérstaklega lífleg upp á síðkastið, sem er reyndar eitthvað annað en líf mitt. Þar er allt á fullu, og ég hef varla tíma til að sofa eða borða. En nú ákvað ég að taka mér smá tíma til að blogga, þannig að lesiði þetta alveg í tætlur, því ég veit ekki hvenær það gerist aftur!
Ég horfði á fréttirnar áðan (sem gerist reyndar heldur ekki oft vegna tímaleysis) og þar var sýnt frá landsfundi Dansk Folkeparti, sem er einn pólítískur flokkur hérna í Danmörku. Það er ákaflega hægrisinnaður flokkur, sem vinnur mikið med Venstre (næstlengst til hægri, þrátt fyrir nafnið) DF (dansk folkeparti) eru mjög miklir "föðurlandselskendur" eins og þeir segja sjálfir, en "föðurlandsást" þeirra felst í því að vernda Danmörku frá öllum utanaðkomandi, sérstaklega þeim sem hafa annan húðlit en danir.
Á þessum landsfundi þeirra sagði kona ein, Merete Holm að nafni:
"Út með alla múslima í Evrópu og inn með Gyðingana."
"Ég hata múslima, en ég áreiti þá ekki og ég hálshegg þá ekki, því ég get notað rök í staðinn. En það er gjörsamlega nytjungslaust að rökræða við múslima - tímaeyðsla"
Ég var gjörsamlega orðlaus þegar ég horfði á þetta. Þetta var svo fáranlegt, að ég vissi varla hvort ég átti að hlæja eða gráta. Ég gerði hvorugt, heldur flýtti ég mér upp í tölvuna og ætlaði að deila þessum asnalegheitum með einhverjum á arto, sem er dönsk spjallsíða. Ég byrja á að fara inn á prófílinn hjá fyrrverandi bekkjarsystur minni, en þar stendur stórum stöfum: "White pride worldwide".. Er allt að verða vitlaust?
Athugasemdir
ég held að það sé allt að verða vitlaust, ekki bara í white pride heldur bara í öllu sem getur farið útí öfgar. ætli þessi kona viti hvernig farið var með gyðinga í svotil öllum löndum evrópu frá því að landinu þeirra var stolið af þeim? annars er það sem þú kvótar eftir henni bara mjög óhugnanlegt, þó að ég sé ekki neinn sérstakur Islam aðdáandi þá er þetta bara klikkað.
halkatla, 17.9.2007 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.