Go Britney!

  Það hefur lengi verið draumur minn að raka af mér allt hárið og vera bara náttúruleg. Ég hef aldrei fengið neitt sérstaklega góð viðbrögð við þeirri hugmynd, og ég hef ekki gert það ennþá. 

 En svo óheppilega vill til að ég litaði hárið á mér óvart (já, óvart) fjólublátt á föstudaginn síðastliðinn. Það lítur hörmulega út, og ég hef mikið hugsað um það, hvort ég ætti ekki bara að taka það alveg af. Síðan í dag fer ég inn á mbl.is og það fyrsta sem blasir við mér er, að eitt stærsta idol nútímans, hún Britney Spears, hafi snoðað sig!

 Mikið rosalega varð ég stolt af kerlingunni að hafa gert þetta, en stoltið rýrnaði aðeins þegar ég las áfram, og sá að hún hafi ekki gert þetta 100%, heldur falið skallann með svartri hárkollu. En kannski get ég ekki alveg sett mig í hennar spor, ég á ekki skrilljón aðdáendur sem líta upp til mín. Í greininni stóð jú að aðdáendur hennar halda hana vera á barmi taugaáfalls.

 Ég skil reyndar ekki afhverju við á Íslandi, við í Danmörku og bara við um allan heim þurfum að lesa um hárið á henni í fréttunum. Skiptir það okkur í alvörunni svona miklu máli? Ég vil veðja einhverjum peningum að þetta er á forsíðum allra bandarískra blaða og í öllum fréttum.. Væri það ekki svolítið týpískt? Ég ætti kannski ekki að vera að segja mikið, ég get valið öll heimsins mál að blogga um, en hér sit ég og blogga um hárið á henni.

 Ég vona innilega að Britney taki af sér kolluna og sýni stolt drengjakollinn - því þá bætist einn aðdáandi við í hinn gríðarlega stóra hóp aðdáandaflokk hennar. Neflinlega hún ég.


mbl.is Aðdáendurnir áhyggjufullir og hárlokkarnir til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband