Svefngalsi.. Æðisleg helgi..

23 heimsóknir á síðuna mína í dag. Þetta er engin tilviljun.. 23... Mamma búin að kíkja 10 sinnum og pabbi 13. Nei, ég segi svona. Takk þið sem lesið þetta, það er gott að vita af ykkur!

Á hverju ári í Árósum (á,á,á) er haldin svokölluð 'festuge' eða veisluvika. Þetta er hin hreinasta snilld. Endalaust af hljómsveitum spila, þekktar og ekki þekktar, það er allskonar uppistand - en það besta er að það er fólk út um allt. Það er gjörsamlega allt morandi í fólki og lífi og það er yndislegt að sjá. Ég kíkti þangað í gær og veðrið var alveg frábært! Fór á kaffihús með Danielle vinkonu minni og við borðuðum þar frábæran mat úti í sólinni, og kjöftuðum og hlógum eins og við ættum lífið að leysa, enda langt síðan við höfum sést almennilega. (Síðasta helgi) Síðan löbbuðum við hring í Århus bæ og horfðum á fólkið - 'I was so sad I could spring', hún var svöng. Hún er alveg ótrúleg. 1,70 á hæð og 50 kíló og hún borðar endalaust. 

Eftir að við höfðum labbað um og haldist í hendur og elskað lífið fór hún heim, og ég fór og hitti vin minn Peer. (Já, vinur er semsagt notað vegna skorts á orðum. Meira en vinur, minna en kærasti. Vinasti!) Við fórum í leikhús að sjá ótrúlega flotta sýningu sem heitir "The only friends we have" Hún var sýnd í Filuren, þar sem ég var að leika þarna um árið. Þetta eru þrír Ameríkanar sem leika þrjár manneskjur með lús, andleg vandamál samt og félagsleg. Þau eru eiginlega ekki með neitt á sviðinu, bara tvær tunnur og spýtu. Þetta var gamanleikur og mikið hlegið. Við töluðum um hvað það er svo miklu meiri upplifun að fara í leikhús í staðinn fyrir bíó - og ekkert það mikið dýrara. Maður á að gera miklu meira af því. Ég er svo heppin að eiga miða á nýja sýningu sem þessir Ameríkanar eru að fara að gera, ásamt tveimur öðrum dönskum leikurum - þar á meðal leiklistarkennaranum mínum henni Tine. Það er sýning án orða og ég hlakka ekkert smá til að sjá hana.

Síðan eftir að við höfðum labbað um og haldist í hendur og elskað lífið fórum við niður á bryggju, þar sem eru svona tjöld til að sitja í. Oft lifandi tónlist og mikið af öl. (Danmörk, þið munið) Þar sátum við ég veit ekki hvað lengi og spjölluðum, já og héldumst í hendur og elskuðum lífið, þangað til að ég tók strætó heim til Danielle minnar einhvern tímann um kvöldið og gisti þar. Hún var síðan að fara að vinna kl 7 um morguninn þessi dugnaðarforkur, þannig að ég tók strætó með henni í bakaríið þar sem hún vinnur og fékk þar lúxusmorgunverð eins og danadrottning. Síðan fór ég niður á lestarstöð, og beið þar eftir lestinni minni, og var komin heim um 11 leytið um morguninn. Það var yndislegt. Síðan er ég bara búin að horfa á sjónvarpið og sofa smá. Já, og náttúrlega mikið í því að haldast í hendur og elska lífið. 

Haldist þið í hendur og elskið lífið, elskurnar. Pís. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt, kvitt..

Ég kíki núna reglulega á þig skvís.. þú ert orðin svo dugleg að blogga;o)

Mér finnst mjög gaman að lesa það sem þú skrifar. Framtíðin væri nú björt ef allir unglingar væru eins og þú!

Ég ætla í Musikhuset í kvöld að sjá Blood Sweat Drum ’n Bass Big Band, á morgun ætla í á tónleika á Klostertorvet þar sem að Anders er að spila og á laugardagskvöldið ætla ég líka á Klostertorvet og sjá Helga Jónsson spila og líka hana Dísu (Röggu Gísla og Jakobs-dóttur).

Kannski sjáumst við í bænum...

Bestu kveðjurm,

Heiðrún

Heiðrún Hámundar (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 08:19

2 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Hljómar vel Heiðrún! Takk fyrir innlitið - vona að þú haldir því áfram

Og já, vonandi sjáumst við! Knús.. 

Sunna Guðlaugsdóttir, 1.9.2008 kl. 15:26

3 Smámynd: Gulli litli

þad er ekki satt, þad er ekki satt. Bara 12 sinnum!

Gulli litli, 2.9.2008 kl. 22:41

4 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Þú skrifaðir athugasemdina í þrettándu heimsókninni þinni, gamli minn

Sunna Guðlaugsdóttir, 3.9.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband