Sunnustund/Munnræpa.

Ég hef ekkert bloggað í 58 daga og 42 mínútur. Ef ég segði ykkur að það væri vegna þess að ég hefði ekkert að segja, þá veit ég að því yrði mótmælt ákaflega af fólki sem þekkir mig. Það myndi segja að það væri lygi, og ég myndi játa því. Það er lygi - ég hef alltaf eitthvað að segja. Og þó ég hafi ekkert að segja, þá tala ég samt. Einstalega góður hæfileiki... Misvelliðinn, en góður.

Vandamálið er einfaldlega að ég á erfitt með að koma því sem ég vil segja niður á blað. Eða nei, það er reyndar ekki rétt. (Enn eitt dæmið um það, að þegar ég hef ekkert að segja, þá tala ég. Oft segi ég hluti sem eru ekki réttir, bara til að segja eitthvað. Þið megið reyndar reikna með því að svona 60% af textanum í hverju bloggi hjá mér sé bara eitthvað sem ég er að skrifa til þess að bloggið verði lengra. En þið megið ekki halda að ég sé að því núna núna, og hafi þess vegna skrifað orðið "núna" tvisvar. Ég er einfaldlega að útskýra af hverju það sem ég blogga um er sjaldan í samhengi og oft bara eitthvað bull.) Yes, komin með 12 línur!

Ég á mjög auðvelt með að skrifa sögur, ljóð og annan skáldskap, þar sem vitleysan vellur út úr mér líkt og ég hafi borðað einhvern viðbjóð sem pabbi hefur eldað! Hins vegar virðist öll viskan og allar pælingarnar festast í maganum á mér, svona ljúffengar eins og maturinn hennar mömmu. Mig langar að deila með öllum öðrum í kringum mig, en það er ekki hægt. (Í sambandi við matinn, þá er ekki hægt að deila honum vegna þess að við úlfafjölskyldan erum búin með hann, og í sambandi við viskuna þá er ég ekki alveg viss af hverju.) 

En ég ætla bara að gleyma þessu í smástund og bulla hér fyrir ykkur, kæru (fáu og trúföstu) lesendur. Ég er byrjuð í menntaskóla, er busi og bólugrafin. Námsefnið er auðvelt, bekkurinn minn er hávær og eldri strákarnir sætir. Ég er í sérstöku námi sem heitir IB. Held ég hafi lýst því hér áður.. Anyways, það er allt á ensku og það gengur bara rosalega vel. Auðvitað þarf maður að venjast því að tala alltaf ensku, en maður er fljótur að því. Ég fór á ball í skólanum og kynntist fullt af fólki, sá aðra hlið á kennurunum mínum og talaði við íslenskan strák sem er í skólanum. Hann var reyndar í annarlegu ástandi kl. 20, en mjög fínn.

Talandi um kennarana mína, þá er enskukennarinn minn frábær. Hann er breti, flutti til Danmerkur fyrir 21 árum síðan og er giftur danskri konu. Í fyrsta tímanum okkar með honum var hann að tala um uppbyggingu setninga og gaf okkur dæmi. Hann benti á strák í fremstu röð sem heitir Alex og sagði:

"I'll give you an example of a model 1 sentence;"Alex is a fucking shithead." Ok? 'Alex' is the subject, 'is' is the verb, 'fucking' is an adverb and 'shithead' is the subject complement."

Hress gæji, breskur í gegn. Talandi um breska menn - þá fórum við til Englands hérna um daginn. Það var virkilega gaman og ÓDÝRT. Eða nei, ferðin varð reyndar ótrúlega dýr, en allt var ódýrt, ef þið skiljið hvað ég á við. En the brittish blokes, já. Mjög opnir. Mjööööög opnir. Mjöööööööög opnir. Allir elska Sigur Rós og Björk, og öllum finnst Ísland fallegasta land í heimi. Það hefur enginn komið þangað, en það eru hinsvegar allir á leiðinni þangað. Hehehe. Ef að allir sem segjast ætla að koma til Íslands myndu fara þangað, þá myndi Ísland fyllast. Ég er ekki að grínast.

Semsagt: Allt gott að frétta af mér og heiminum, sérstaklega Íslandi í augnablikinu, við erum stórt land og eigum langbesta handboltalið í heimi. Maður getur varla annað er verið hress. Enda er ég það. En þú?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Ég veit bara ekki hvað ég á að skrifa svo ég segi bara kvitt kvitt. Já ég veit djúpt.

Gulli litli, 24.8.2008 kl. 22:09

2 Smámynd: Evaa<3

þetta var langþráð og svakalegt blogg hjá þér,, kíki hérna inn einstöku sinnum,, ss nógu oft til að sjá ný blogg hjá þér ^^

allaveganna,,æðislegt að sá hvað þér gengur vel ^^!

kveðjur frá fallegasta landinu sem allir eru á leiðinni til ( eins gott að fara að pannta sér far til útlanda svo manni verður ekki troðið niður af útlendingum)

Evaa<3, 24.8.2008 kl. 23:14

3 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Var ekki búin að sjá athugasemdina frá þér Hafrún! En takk fyrir innlitið og já, settu rimla fyrir gluggana áður en allir - afsakið orðbragðið - gröðu bretarnir ráðast á landið! Hehehe...

Hafðu það sem best! 

Sunna Guðlaugsdóttir, 3.9.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband